Dropinn holar steininn: Upplifun stjórnmála- og fjölmiðlafólks af óvæginni umræðu og áreitni á netinu. (Icelandic)

Item request has been placed! ×
Item request cannot be made. ×
loading   Processing Request
  • Additional Information
    • Alternate Title:
      The drop hollows out the stone: How politicians and journalists experience harsh discourse and harassment online. (English)
    • Subject Terms:
    • Abstract:
      The purpose of this study is to explore the views and experiences of politicians and journalists in Iceland regarding harsh discourse and harassment online. This type of discourse and harassment is prevalent in contemporary society and seen by many as an increasingly serious problem in the ever-changing landscape of media and politics, which involves changes in people's interactions, for example on social media. The study sheds a light on the possible impact of such discourse and harassment, not only as regards the lives and work of politicians and journalists, but also on democracy itself. A qualitative study was conducted where individuals from both professions were interviewed, all of whom are prominent figures in Iceland. The interviews were thematically analyzed and methods of grounded theory used for drawing conclusions, which were then contextualized with relevant theories and research into social media and online harassment. The results revealed three main themes: social media as a double-edged sword, normalization of online harassment, and finally, the experiences, effects and consequences of such harassment. The interviewees' perceptions of social media included both positive and negative attributes. Furthermore, their views and discussion were characterized by the normalization of online harassment, where it was not seen as a serious problem and instead considered a natural consequence of being a public figure. In regards to the experiences, effects and consequences of such harassment, clear signs of gender differences were found, both in its frequency, nature and severity. The impact of online harassment seemed to be more substantial among the participants than first appeared and the participants' views on the subject became increasingly more serious as the interviews progressed. [ABSTRACT FROM AUTHOR]
    • Abstract:
      Markmið rannsóknarinnar er að kanna upplifun og viðhorf stjórnmála- og fjölmiðlafólks hérlendis af óvæginni umræðu og áreitni á netinu. Slík umræða og áreitni hefur verið áberandi að undanförnu og er af mörgum álitin vaxandi vandamál í ört breytilegu fjölmiðla- og stjórnmálaumhverfi, sem einkennist af breyttum samskiptaháttum fólks, meðal annars á samfélagsmiðlum. Rannsóknin varpar ljósi á þau áhrif sem óvægin umræða og áreitni getur haft í för með sér á fjölmiðla- og stjórnmálafólk, bæði á líf þeirra og störf, en ekki síður á lýðræðið. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við einstaklinga úr hópi fjölmiðla- og stjórnmálafólks, en um var að ræða áberandi persónur í þjóðfélaginu. Viðtölin voru þemagreind og notast var við verklag grundaðrar kenningar til að draga fram helstu niðurstöður. Þær voru síðan settar í samhengi við fræðilega umfjöllun og rannsóknir um samfélagsmiðla og netáreitni. Niðurstöðurnar fólu í sér þrjú meginþemu og voru þau eftirfarandi: samfélagsmiðlar sem tvíeggja sverð, normalísering á netáreitni og loks upplifun, áhrif og afleiðingar slíkrar áreitni. Hugmyndir viðmælenda um samfélagsmiðla fólu meðal annars í sér að þeir væru búnir bæði jákvæðum og neikvæðum eiginleikum. Þá einkenndist orðræðan að miklu leyti af því að normalísera netáreitni, reynt var að draga úr áhrifum hennar og hún að nokkru leyti álitin eðlilegur fylgifiskur þess að vera opinber persóna. Hvað upplifun, áhrif og afleiðingar varðaði sást meðal annars skýr kynjamunur á persónulegri upplifun viðmælenda af netáreitni, bæði hvað algengi hennar, eðlismun og alvarleika varðaði. Eins mátti greinilega merkja meiri áhrif netáreitni meðal viðmælenda en talið var í fyrstu og alvarleiki hennar ágerðist eftir því sem leið á viðtölin. [ABSTRACT FROM AUTHOR]
    • Abstract:
      Copyright of Icelandic Review on Politics & Administration is the property of Institute of Public Administration & Politics and its content may not be copied or emailed to multiple sites or posted to a listserv without the copyright holder's express written permission. However, users may print, download, or email articles for individual use. This abstract may be abridged. No warranty is given about the accuracy of the copy. Users should refer to the original published version of the material for the full abstract. (Copyright applies to all Abstracts.)